Lyrics
Hvernig brást ég?
Aðskilinn líkami og andi, saklaus augun tóm.
Hatur, hinn forni fjandi, hefur ljótan róm.
Sljór hugurinn reikar, biturleikinn tekur völd.
Af hverju þetta? Þúsund spurningar brenna.
Hvernig gastu sagt það? Hvernig gat það gerst?
Hvernig gat allt brugðist? Hvað hef ég gert?
Sljór hugurinn dofnar, óbeit tekur völd.
Af hverju þetta? Þúsund spurningar brenna.
Finn það, finn það. Engin orð.
Finn það, finn það. Tóm orð
Finn það, finn það. Inni í mér.
Finn það, finn það. Enginn hér.
Blóði blönduð tár undan augnlokum
Rauð slóð niður fölt andlitið
andlegt banamein tærir hugann.
Sálin hvítnar og molnar undan ágangi.
Hvernig get ég brosað undir svartri sól.
Hvernig þoli ég við?
Hún skín ekki!
|